Hannes Finsen

Hannes Kristján Steingrímur Finsen (1828–1892) var íslenskur lögfræðingur sem var landfógeti og amtmaður í Færeyjum og síðast stiftamtmaður í Ribe-stifti í Danmörku. Hannes fæddist í Reykjavík og var sonur Ólafs H. Finsen assessors og Maríu Nikólínu Möller konu hans. Afi hans var Hannes Finnsson biskup. Hannes varð stúdent úr Lærða skólanum 1848 og lauk lögfræðiprófi frá Kaupmannahafnarháskóla 1856. Hann vann fyrst í íslensku stjórnarskrifstofunni í Kaupmannahöfn en var skipaður landfógeti í Færeyjum 1858 og gegndi því embætti þar til hann varð amtmaður eyjanna 1871. Hann átti jafnframt sæti á færeyska Lögþinginu, fyrst sem þingmaður Suður-Straumeyjar frá 1869 og frá 1871 fast sæti sem amtmaður. Hannes lét af amtmannsembættinu 1884, flutti til Danmerkur og var skipaður stiftamtmaður í Ribe-stifti. Því embætti gegndi hann til dauðadags.

Nr: 30228 Ljósmyndari: Bodil Hauschildt (Ribe) Tímabil: Fyrir 1900