Pétur Jónsson og Halldóra Jónsdóttir

Pjetur Jónsson (1848-1924) bóndi á Draghálsi og kona hans Halldóra Jónsdóttir (1847-1918). Bjuggu á hluta Efstabæjar í Skorradal 1878-1881, Kalastaðakoti í Strandahreppi 1881-1882 og Draghálsi í Svínadal frá 1882 til dánardags. Pétur Jónsson hlaut heiðurslaun fyrir jarðabætur úr styrktarsjóði Kristjáns IX árið 1901, því hann var mikill framkvæmdamaður.

Efnisflokkar
Nr: 55614 Ljósmyndari: Sæmundur Guðmundsson [Sæm. Guðmundsson] Tímabil: Fyrir 1900 oth10484