Brautryðjendur Góðtemplarreglunnar á Akranesi

Fyrsta Góðtemplarastúkan á Akranesi var stofnuð nokkru eftir 1880, Vorblómið nr 3. Stofnandi hennar var Gestur Pálsson skáld.
Þessi mynd er af framkvæmdanefnd stúkunnar tekin nokkru fyrir 1900.
Aftasta röð frá vinstri: Guðjón Tómasson (1872-1945) formaður á Bjargi, Pjetur Sigurðsson 1840-1914) í Króki, Jón Halldórsson (1874-1961) útvegsmaður á Bakka og síðar í Lambhúsum og Kristmann Tómasson (1867-1941) á Bjargi.
Miðröð frá vinstri: Nikulás Árnason (1860-1906) í Brekkukoti, Níels Magnússon (1841-1921) útvegsbóndi í Lambhúsum, Ásmundur Þórðarson (1850-1943) útvegsbóndi á Háteigi og Guðmundur Guðmundsson (1852-1942) verslunarmaður og bókbindari.
Fremsta röð frá vinstri: Benedikt Tómasson (1876-1961) skipstjóri frá Bjargi og síðar Skuld, Hallgrímur Guðmundsson (1856-1922) verslunarmaður og meðhjálpari á Söndum og Benedikt Teitsson (1862-1941) formaður í Sandabæ.

Efnisflokkar
Nr: 55610 Ljósmyndari: Magnús Ólafsson Tímabil: Fyrir 1900 oth10470