Prestssetrið á Stóra-Hrauni við Eyrarbakka

Á Stóra-Hrauni á Eyrarbakka var heyrnleysingjaskóli 1893-1908. Séra Ólafur Helgason (1867-1904), hóf starfsemi skólans 1. október 1892. Var skólinn fyrst í Gaulverjabæ, en síðan að Stóra-Hrauni, þar sem hann byggði sér reisulegt hús 1893. Í skólanum voru 9-12 börn og námstíminn var sex ár. Eftir lát Ólafs hélt ekkjan Kristín Ísleifsdóttir (1869-1945) skólanum áfram næsta ár. Árið 1905 tók séra Gísli Skúlason (1877-) við stjórn skólans, en málleysingjakennslu hafði hann numið í Kaupmannahöfn veturinn áður. Hann var við skólann í þrjú ár eða til haustsins 1908, en þá var skólinn fluttur til Reykjavíkur.

Nr: 28660 Ljósmyndari: Sigfús Eymundsson Tímabil: Fyrir 1900