Glymur
Glymur er næsthæsti foss Íslands, alls 198 metra hár. Hann er í Botnsá í Botnsdal í Hvalfirði. Botnsá kemur úr Hvalvatni en það er hraunstíflað vatn og annað dýpsta vatn landsins, um 160 m djúpt. Við botn dalsins er móbergsfjallið Hvalfell er hlóðst upp í gosi undir jökli á ísöld og stíflaði dalinn sem áður var mun lengri svo að þar varð til djúp kvos og þar er Hvalvatn. Texti af Wikipedia
Efnisflokkar
Nr: 51976
Tímabil: 1900-1929