H.B. & co

Búnaðar sem komið var upp til þess að vinna gljáefni úr síldarhreistri í Perlugerðarhúsinu (húsnæði sem stóð við Hafnarbraut á Akranesi). Myndin sýnir hluta búnaðar sem Aage Schiöth lyfsali frá Siglufirði hafði komið sér upp til þess að vinna gljáefni úr síldarhreistri Ferlið með þynninum og vinnslan þarna losaði silfrið af hreisturskeljunum og var silfurmassinn síðan steyptur utan um litlar kúlur eða perlur. Frá vinstri: Kristján Ireneus Ágúst Ásgrímsson (1894-1974) síldarverkandi Siglufirði, Jóhann G. Sigurðsson verkstjóri, Aage Riddermann Schiöth (1902-1969) og Hafliði Jónsson (1894-1967) vaktmaður

Efnisflokkar
Nr: 61740 Ljósmyndari: Óþekktur ljósmyndari Tímabil: 1950-1959