Petrea Sveinsdóttir
Petrea Guðmundína Sveinsdóttir (1885-1954) átti heima í Mörk við Skólabraut á Akranesi alla ævi. Var í Kvennskólanum í Reykjavík 1901-1902, kenndi síðan skrift og handavinnu við Barnaskóla Akraness til 1917. Fór í námsferðir til Norðurlanda, Englands og Frakklands. Rak bókaverslun á Akranesi. Organisti og söngstjóri við Akraneskirkju og hjá karlakórnum Svönum. Ötull hvatamaður að sjúkrahúsbyggingu á Akranesi.
Efnisflokkar
Nr: 27170
Tímabil: Fyrir 1900