Árabáturinn Sörli

Árabáturinn Sörli Hann var smíðaður af Gísla Jónssyni á Bíldudal árið 1933. Fyrsti eigandi var Þorkell Hjaltason kennari á Hólmavík (1903 -1987) (tengdasonur Óla E. Björnssonar 17.04. 1926 -, sem er búsettur á Akranesi). Annar eigandi frá árinu 1936 var Árni Magnús Andrésson (1895-1964) bóndi að Gautshamri við Steingrímsfjörð. Árið 1966 er báturinn fluttur á Akranes til notkunar á grásleppuveiðum þar. Þeir sem keyptu hann voru Kristmundur Guðmundsson (1928 - ) og Kristmundur Árnason (1929-)sonur Árna. Árið 1970 er hann seldur til Skarphéðins Árnasonar (1924-2010) (sonur Árna Andréssonar og bróðir Krisstmundar) og Áskels Jónssonar (1924-2014) og frá 1973 kaupir Áskell hlut Skarphéðins. Var í bátnum var róið á grásleppuveiðar fram til ársins 1999 - aldrei var vél í honum meðan Áskell átti hann. Hann var gefinn á Byggðasafn Akraness og nærsveita árið 2000.

Efnisflokkar
Fjöll ,
Nr: 9880 Ljósmyndari: Hilmar Sigvaldason Tímabil: 2000-2009 his00322