Ljósafossvirkjun

Ljósafosstöð er elsta vatnsaflstöðin við Sogið og liggur við útfall árinnar úr Úlfljótsvatni nokkur hundruð metrum ofan við Írafossstöð. Sogsstöðvar eru þrjár talsins og sú nýjasta er Steingrímsstöð sem hóf rekstur 1959. Reykvíkingar byggðu Ljósafossstöð til að afla rafmagns til borgarinnar og hófst rekstur hennar árið 1937. Stöðin var stækkuð 1944 og eru í henni 3 vélasamstæður samtals 14,3 MW að afli. Stöðin tilheyrði Sogsvirkjun sem var helmingafélag Reykjavíkurborgar og íslenska ríkisins og var lagt inn í Landsvirkjun við stofnun þess fyrirtækis 1965. Sigurður Guðmundsson arkitekt teiknaði stöðina í fúnkisstíl
Texti af Wikipedia

Efnisflokkar
Fjöll ,
Nr: 58138 Ljósmyndari: Bjarni Árnason Tímabil: 1930-1949 bar05579