Hermóður MB 47
Þessi bátur var smíðaður í Danmörku árið 1916 fyrir aðila í Bolungarvík og hét þá Svalan ÍS. 1931 var hann seldur til Ísafjarðar og lengdur og endurbyggður árið eftir. Í febrúar 1938 var báturinn seldur Sigurði Hallbjarnarsyni á Akranesi og nefndur Hermóður MB 47. Árið 1947 var umdæmisstöfunum breytt í AK. Myndin er því tekin á árablinu 1938-1947. Sumarið 1947 var hann svo seldur til Grindavíkur og fékk nafnið Óðinn GK. Talinn ónýtur og afskráður 1970.
Efnisflokkar