Búðir á Snæfellsnesi

Búðir eru vestast í Staðarsveit á sunnanverðu Snæfellsnesi. Hraunhafnará fellur um Búðahraun og um Búðaósana í sjó fram. Þar hét áður Hraunhöfn. Þangað hafa kaupskip komið allt frá því er land byggðist og hófst verslun þar snemma. Verslunarsvæði Búða var allt sunnanvert Snæfellsnes og Mýrasýsla á einokunartímanum. Mikil útgerð var frá Búðum og hákarlaveiðar allt fram til 1933, en í dag er gert út á ferðamenn starfrækt þar hótel. Texti af Wikipedia

Efnisflokkar
Nr: 61497 Ljósmyndari: Jóhannes Gunnarsson Tímabil: 1990-1999