Burstafell í Vopnafirði

Bustarfellsbærinn er einn best varðveitti torfbær á Íslandi. Þar má greinilega sjá hvernig lifnaðarhættir hafa breyst í aldanna rás. Bærinn sem nú stendur er að stofninum til frá 1770 en hefur verið breytt nokkuð síðan. Á Bustarfelli var löngum mikið höfuðból en bærinn hefur síðustu áratugi hýst vinsælt minjasafn. Bærinn sómir sér vel undir hrikalegu klettabelti Bustarfellsins með sýn yfir Hofsárdal. Torfbænum hefur verið vel við haldið og er í umsjá Þjóðminjasafns Íslands. Í bænum var búið allt til 1966 en hann hefur verið óðalssetur sömu ættar síðan um miðja 16. öld og á þeim tíma sýslumannssetur þrisvar.

Efnisflokkar
Nr: 49647 Ljósmyndari: Jóhannes Gunnarsson Tímabil: 1970-1979