Á rakarastofu 1954

Á þessari mynd er Ari Guðjónsson rakari (1914-1996), sem var með rakarastofu að Kirkjubraut 2 á Akranesi, að klippa Guðjón Jóhannesson (f. 1949) 5 ára gamlan. Guðjón er sonur Fjólu Guðbjarnadóttur frá Ívarshúsum og Jóhannesar Guðjónssonar frá Ökrum. Önnur mynd er til af þeim Ara og Guðjóni þar sem Ari er að klippa Guðjón árið 1996 á stofu sinni að Njálsgötu 82 Reykjavík.
Hér má sjá myndina frá 1996.
Þess má geta að þessi mynd er af fyrstu litfilmunni sem Ólafur ljósmyndari komst yfir.

Efnisflokkar
Fjöll ,
Nr: 29193 Ljósmyndari: Ólafur Árnason Tímabil: 1950-1959