Steinsvör -

Myndin mun vera tekin 1915 og sýnir vélbáta við bryggjuna í Steinsvör á Akranesi. Bátarnir eru talið frá vinstri: Fram, við hlið hans Egill Skallagrímsson, Höfrungur fyrir framan Egil, Elding við bryggjusporðinn, Valur við hlið Eldingar, Víkingur fyrir framan Val og Hegri er við bryggju næst landi. Bátarnir voru rá 9-12 lestir að stærð og vélar þeirra litlar eða um 2 hestöfl á hvert tonn. Frammöstrin voru því jafnan felld niður þegar keyrt var móti miklum vindi. Aflinn á miðri mynd er á svonefndu Hegraplani en fólkið er talið fr.v: Guðrún Þórðardóttir(1873-1939) húsmóðir í Sýruparti, Jón Mýrdal Sigurðsson f:1901 og Sigurður Halldórsson í Akbraut.

Efnisflokkar
Nr: 20885 Ljósmyndari: Árni Böðvarsson Tímabil: 1900-1929 oth02607