Akratorg

Fremst á myndinni er húsið Ásberg, sem venjulega var kallað Ásbyrgi. Í þessu húsi var Sparisjóður Akraness til 1964. Merki um að bannað var að leggja bifreið ber við hurðina þar sem gengið var inn í Sparisjóðinn. Einhverju sinni kom Árni Böðvarsson sparisjóðsstjóri í sparisjóðinn og lagði bílnum undir merkið og fór inn. Lögreglan kom stuttu síðar og setti sektarmiða undir rúðuþurrkuna hjá Árna. Stuttu síðar kemur Þórhallur Sæmundsson bæjarfógeti og leggur fyrir aftan bíl Árna, ólöglega líka. Síðar kemur Árni út úr Sparisjóðnum og sér miðann á sínum bíl, en engan hjá Þórhalli. Árni tekur þá sinn miða og setur undir þurrkuna á bíl Þórhalls. Þórhallur tók þessu afar illa og grunaði Árna um græsku.

Efnisflokkar
Nr: 4824 Ljósmyndari: Ólafur Árnason Tímabil: 1960-1969 ola00143