Akratorg hét áður Skuldartorg, eftir litlu steinhúsi á torginu miðju sem hét einfaldlega Skuld. Á þessari mynd má sjá gamla sparisjóðshúsið yst til hægri, en hið gamla "Nýja bakarí" við torgið til vinstri. Bæði þessi hús hurfu þegar Landsbankahúsið var reist við Akratorg. "Nýja bakaríið" stóð við Suðurgötu, númer 57. Þar var Guðni bakari. Hann var um þær mundir kvæntur Stefaníu Sigurðardóttur, ættaðri úr Vestmannaeyjum, en hún stofnsetti verslunina Huld ásamt "Heddý", eiginkonu Sveins Finnssonar, eitt sinn bæjarstjóra á Akranesi, fyrst í kjallaranum að Auðnum við Vesturgötu, síðar þar sem verslunin "Perla" er nú. Guðni rak síðar sælgætisverksmiðju á hæð í húsi kenndu við Verslun Þórðar Ásmundssonar við Vesturgötu. - Þau hjónin, Guðni og Stefanía, áttu þrjú börn: Jónínu, listakonu (sjá listaverk inn við Leyni), Sigurð Pétur, kennara við Iðnskólann í Reykjavík og Kristján, ljósmyndara í Rvk. Bæði þessi hús hurfu þegar Landsbankahúsið var reist við Akratorg.