Strákaskari á Vesturgötu

Fremst á myndinn í til vinstri er séra Friðrik Friðriksson (1868-1961) Myndin er tekin af tröppunum í Ási (Vesturgötu 78). Húsið á miðri mynd er Marbakki (Vesturgata 85). Samkvæmt því sem Ríkharður Jónsson sagði [Árna Ibsen] um þessa mynd, þá er hér á ferð árviss atburður um eitthvert skeið. Séra Friðrik safnaði drengjum í skrúðgöngu á vorin, gengið var um bæinn og drengirnir bættust smám saman í hópinn með skóflurnar sínar. Göngunni lauk við Reynisstað, Vesturgötu 37, þar sem KFUM leigði kartöflugarða til að standa straum af kostnaði við rekstur trúfélagsins. Þetta „hópefli“ var þannig hugsað tiil þess að efla andann í kristilega félagsskapnum og fá drengina til þess að stinga upp garðana.

Efnisflokkar
Nr: 4008 Ljósmyndari: Árni Böðvarsson Tímabil: 1930-1949 arb00015