Akranes 1905

Í nágrenni kirkjunnar risu bárujárnsklædd timburhús eitt af öðru um og eftir aldamótin 1900. Á myndinn er Efri-Gata lengst til vinstri, Mörk og ber í Vinaminni. Önnur hús sunnan Skólabrautar eru Lykkja (torfbær) Geirastaðir og Akrar, en handan götunnar Ármót (frá 1900) Bergþórshvoll, Sunnuhvoll og torfbærinn Vegamót. Í forgrunni er húsið Aðalból sem byggt var sumarið 1900.

Nr: 4007 Ljósmyndari: Árni Böðvarsson Tímabil: 1900-1929 arb00014