Akraneskaupstaður og Héraðsskjalasafn Akraness færa Akurnesingum hátíðarsýningu Ljósmyndasafns Akraness í jólapakkann í ár.
Sýningin dregur upp lifandi mynd af hátíðarhaldi á Akranesi í gegnum tíðina, með fjölbreyttu úrvali mynda úr ýmsum áttum.
Ljósmyndirnar, sem spanna breitt tímabil, veita innsýn í sögu og menningu bæjarins yfir hátíðirnar.